Innlent

Varpaði akkeri og varnaði slysi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
TF-GRO var send að Ingólfsgrunni í dag.
TF-GRO var send að Ingólfsgrunni í dag. Vísir/Vilhelm

Strandveiðibátur varð vélarvana við Ingólfsgrunn á Húnaflóa í dag. Talið er að hann hefði rekið á sker ef skipverji, sem var einn um borð, hefði ekki varpað út akkeri bátsins. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og annar strandveiðibátur í grendinni beðinn um að sigla á vettvang til aðstoðar. Þyrlan er í orðsendingu Gæslunnar sögð hafa komið á svæðið skömmu fyrir klukkan þrjú og fylgst með því þegar bilaði báturinn var tekinn í tog af strandveiðibátnum sem kom til aðstoðar. Vel á að hafa gengið að koma línu á milli bátanna en þeir halda nú á Drangsnes.

Landhelgisgæslan segir þetta hafa verið annað skiptið í dag sem óskað hefur verið eftir aðstoð þyrlusveitarinnar. Óskað hafi verið eftir þyrlu skömmu fyrir hádegi vegna manns í sjónum við Álftanes. Hann er hins vegar sagður hafa fundist um það leyti sem þyrlan var að hefja sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli.

Báturinn varð vélarvana á Húnaflóa.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.