Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum kemur fram að sóttvarnalæknir telur líklegt að Íslandi lendi á rauðum lista annarra þjóða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Hann sendir heilbrigðisráðherra nýjar tillögur varðandi takmarkanir við landamærin í kvöld eða á morgun. 

Afleiðingar sprengingarinnar miklu í Beirút í Líbanon eru skelfilegar. Við förum yfir hvernig áburður eins og skapaði mesta kraftinn í sprengingunni er geymdur hér á landi. 

Þá heyrum við í forstjóra Huawai á Norðurlöndum sem segir 5G búnað fyrirtækisins mjög öruggan og hann opni engar gáttir fyrir kínversk stjórnvöld til að komast inn í kerfi annarra landa. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.