Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 14:55 Upplýsingafundur almannavarna í dag hófst með lófataki en Björn Ingi Hrafnsson, einn viðstaddra, á afmæli í dag. Almannavarnir Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30
Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12