„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Fleiri fréttir „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Fleiri fréttir „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Sjá meira