„Fékk vandamálin beint í æð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. ágúst 2020 14:29 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira