Telur góða hugmynd að skima víðar um land Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2020 13:18 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira