Innlent

Aðeins einn var í sóttkví

Sylvía Hall skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir

Aðeins einn þeirra sem greindist með kórónuveiruna í gær var í sóttkví. Alls greindust þrettán innanlandssmit og eru því 72 virk smit á landinu sem stendur.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Hann segir smitin dreifast um allt landið; tveir sem greindust í gær eru á Norðurlandi en hinir á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarna daga hefur verið greint frá smitum á Vesturlandi og Vestfjörðum.

569 eru í sóttkví og eru langflestir þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er þó í sóttkví um allt land að Austurlandi utanskildu þar sem enginn er í sóttkví.

Þórólfur segir ánægjulegt að fáir hafi veikst alvarlega. Aðeins einn liggur á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og er það fyrsta innlögnin frá því um miðjan maí.

Hann minnti þó á stundum kæmu einkenni ekki fram fyrr en eftir nokkra daga. Því væri viðbúið að fleiri gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á næstu dögum með alvarleg einkenni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.