Innlent

Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu

Sylvía Hall skrifar
Mælt er með því að farþegar geti sett upp grímu þegar margir eru í vagninum á sama tíma.
Mælt er með því að farþegar geti sett upp grímu þegar margir eru í vagninum á sama tíma. Vísir/Vilhelm

Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. Í lengri ferðum með landsbyggðarvögnum Strætó verður þó grímuskylda líkt og á við um áætlanaflug og ferðir með ferjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó í dag, sem þau segja vera lokatilkynningu. Þar er áréttað að það sé ákjósanlegt að farþegar noti grímu á háannatíma þegar margir eru í vögnunum og erfitt er að halda tveggja metra fjarlægð. Einnig er mælt með því að fólk í áhættuhópum noti grímu. 

Útgangspunkturinn er þó að enginn grímuskylda er í ferðum á höfuðborgarsvæðinu.

Börn fædd árið 2005 og seinna þurfa ekki að vera með grímu í landsbyggðarvögnum í lengri ferðum. Aðrir farþegar þurfa að útvega sér grímu sjálfir fyrir slíkar ferðir.

Farþegar eru beðnir um að huga að smitvörnum, passa upp á hreinlæti og nota ekki almenningssamgöngur ef grunur leikur á smiti.


Tengdar fréttir

Grímuskylda í Strætó dregin til baka

Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld.

Búðu til þína eigin grímu

Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×