Hélt erlendum fasteignum og milljóna málverki frá kröfuhöfum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 12:53 Plaza-byggingin í New York þar sem félag Guðmundur átti stóra hluti í tveimur íbúðum. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum. Dómsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum.
Dómsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira