Lífið

Innlit í fullbúna geimnýlendu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Biosphere 2 í Arizona. 
Biosphere 2 í Arizona. 

Ef mannveran ætlar sér að búa úti í geim þarf allt að vera til staðar. Menn eins og Elon Musk, forstjóri SpaceX, hafa nú þegar gert áætlanir um að fólk geti í framtíðinni einfaldlega flutt til Mars og búið þar.

Aftur á móti hafa slíkar áætlanir verið í undirbúningi frá árinu 1987 og var á sínum tíma komið fyrir risavaxinni geimnýlendu í Oracle í Arizona. Það tók fjögur ár að reisa byggingarnar og voru þær tilbúnar árið 1991. Síðan þá hefur aðstaðan verið endurbyggð og er í dag í eigu háskólans í Arizona og hefur verið síðan 2011.

Drengirnir sem halda úti YouTube-síðunni Yes Theory fengu að heimsækja stöðina á dögunum og birtu myndband frá heimsókninni á rás sinni í gær. Nýlendan heitir Biosphere 2.

Húsin er vel einangruð og hönnuð svo að hægt sé að hafa súrefni innandyra í geimnum. Þar er regnskógur, sjór og margt fleira sem aðeins er að hægt finna á jörðinni en ekki úti í geim. Það hefur kostað um tvö hundruð milljónir dollara að reisa nýlenduna en hér að neðan má sjá aðstöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×