Halda grímuskyldu til streitu Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 09:23 Strætó í Lækjargötu. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. Það er þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð á milli notenda. Á blaðamannafundi um hertar aðgerðir vegna Covid-19, sem haldinn var í gær, hafi komið fram að þar sem ekki sé hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli ótengdra aðila sé þess krafist að fólki noti andlitsgrímur sem hylji nef og munn. Á fundinum kom fram að þetta ætti sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Í yfirlýsingu frá Strætó segir að reglurnar hafi fyrst verið túlkaðar þannig að hugtakið „almenningssamgöngur“ ætti við um strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Tekið hafi verið mið af því. Síðar hafi komið í ljós að Strætó sé undanþegið grímuskyldunni þar sem ferðir séu styttri og fólk ætti frekar að halda tveggja metra fjarlægð um borð í strætisvögnum. „Til að geta tryggt 2ja metra fjarlægð í strætó, þá mega aðeins 20 viðskiptavinir vera um borð í einu. Framangreint ferli gekk ágætlega í hápunkti samkomubannsins í mars, en þá hafði farþegum fækkað um 60-70%. Annað er upp á teningnum í dag. Um 30.000 manns nota Strætó daglega og miðað við þann farþegafjölda þá telur Strætó sig ekki geta tryggt 2ja metra fjarlægð um borð í vögnunum,“ segir í yfirlýsingunni. Grímuskylda um borð í strætisvögnum tekur gildi klukkan tólf í dag. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. Það er þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð á milli notenda. Á blaðamannafundi um hertar aðgerðir vegna Covid-19, sem haldinn var í gær, hafi komið fram að þar sem ekki sé hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli ótengdra aðila sé þess krafist að fólki noti andlitsgrímur sem hylji nef og munn. Á fundinum kom fram að þetta ætti sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Í yfirlýsingu frá Strætó segir að reglurnar hafi fyrst verið túlkaðar þannig að hugtakið „almenningssamgöngur“ ætti við um strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Tekið hafi verið mið af því. Síðar hafi komið í ljós að Strætó sé undanþegið grímuskyldunni þar sem ferðir séu styttri og fólk ætti frekar að halda tveggja metra fjarlægð um borð í strætisvögnum. „Til að geta tryggt 2ja metra fjarlægð í strætó, þá mega aðeins 20 viðskiptavinir vera um borð í einu. Framangreint ferli gekk ágætlega í hápunkti samkomubannsins í mars, en þá hafði farþegum fækkað um 60-70%. Annað er upp á teningnum í dag. Um 30.000 manns nota Strætó daglega og miðað við þann farþegafjölda þá telur Strætó sig ekki geta tryggt 2ja metra fjarlægð um borð í vögnunum,“ segir í yfirlýsingunni. Grímuskylda um borð í strætisvögnum tekur gildi klukkan tólf í dag.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00
Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43