Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:38 Frá höfuðstöðvum Samherja. Vísir/Egill Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07