Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 14:12 Kjarninn segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigandi Samherja, sé á meðal þeirra sem séu nefndir í rannsókn sem fer fram í Namibíu. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07
Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23