Tekur að hvessa annað kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 07:18 Veðrið í dag á að vera alveg bærilegt, hægur vindur og stöku skúrir. Vísir/Vilhelm Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira