Tekur að hvessa annað kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 07:18 Veðrið í dag á að vera alveg bærilegt, hægur vindur og stöku skúrir. Vísir/Vilhelm Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira