Innlent

Í sjálfheldu í Óshyrnuhlíðum

Andri Eysteinsson skrifar
Konan var í sjálfheldu í hlíðum Óshyrnu.
Konan var í sjálfheldu í hlíðum Óshyrnu. Vísir/Andri

Björgunarsveitir voru kallaðar til á sjöunda tímanum í kvöld eftir að göngukona hafði kallað eftir aðstoð en hún var í sjálfheldu í hlíðum fjallsins Óshyrnu sem stendur við Bolungarvík.

Björgunarsveitarmenn voru komnir á svæðið klukkan 19:30 og fór þá af stað björgunarstarf. Unnið var að því að komast upp fjallshlíðina  til konunnar og aðstoða hana niður hlíðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×