Innlent

Svona var 89. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alma Möller landlæknir situr fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins.
Alma Möller landlæknir situr fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins. Vísir/vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðaði til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“. Fundurinn hófst klukkan 14 venju samkvæmt og var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.

Á fundi dagsins fóru Alma D. Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Boðað var til fundarins í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga. Nú eru 24 í einangrun vegna smits og hafa ekki verið fleiri síðan í maí.

Sem fyrr segir hófst fundurinn klukkan 14. Upptöku af fundinum má nálgast hér að ofan. Þá má finna beina textalýsingu af fundinum hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×