Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta en atkvæðagreiðslu um samninginn lauk í hádeginu í dag. 

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður félagsins segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur. Nánar verður rætt við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem einnig verður fjallað um ársfjórðungsuppgjör Icelandair sem birt var í dag.

Þá ræðum við einnig við sérnámslækni á Landspítalanum sem segir að í ljósi fjölda nýrra innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum vegna covid-19 innanlands. Á þriðja tug eru nú með virkt smit Covid-19 hér á landi og þar af eru nokkur innanlandssmit.

Þá höldum við áfram að segja fréttir af bandaríska sendiherranum á Íslandi, sem hefur verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fregnir bárust af því að hann teldi sig ekki óhultan hér á landi.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um vinnu sem nú stendur yfir við Dettifossveg og gengur vel. Byrjað verður að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×