Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 22:48 Ingibjörg Sólrún var stödd í Varsjá þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara. Vísir/Andri Marinó Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30
Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29