Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. júlí 2020 15:04 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðjum kjaradeilum. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52
Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17