Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:30 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir unnu til gullverðlauna í dag. Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins. vísir/baldur Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér. Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira