Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:30 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir unnu til gullverðlauna í dag. Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins. vísir/baldur Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér. Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira