Ingi og Halldóra hæfust í Héraðsdóm Reykjaness Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2020 11:10 Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, var metin næst hæfust. Vísir/Egill Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ingi Tryggvason lögmaður sé hæfastur umsækjenda. Alls sóttu fimmtán um tvö embætti við dóminn, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Ingi er 58 ára og hefur rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu frá árinu 1999. Hann hefur verið formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2017 og hefur setið í úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána frá 2014. Þá var hann settur héraðsdómari við Héraðsdóms Vesturlands þegar hann starfaði sem fulltrúi þar. Ingi var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu í tíu ár og var jafn lengi í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þá telur dómefnd að Halldóra Þorsteinsdóttir lektor sé næst hæfust til þess að hljóta embættið. Halldóra er 36 ára og hefur starfað sem lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2017 ásamt því að sinna kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Þá hefur hún reynslu af lögmannsstörfum og starfaði einnig sem aðstoðarmaður í Hæstarétti. Samhliða núverandi störfum stundar Halldóra meistaranám í mannréttindum við Háskólann í Lundúnum og hefur ritað alls tólf fræðigreinar um lögfræði, þar af tíu ritrýndar. Eftirtalin sóttu um embættin Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingurAuður Björg Jónsdóttir lögmaðurGuðmundína Ragnarsdóttir lögmaðurHalldóra Þorsteinsdóttir lektorHerdís Hallmarsdóttir lögmaðurIngi Tryggvason lögmaðurIngólfur Vignir Guðmundsson lögmaðurÓlafur Egill Jónsson aðstoðarmaður héraðsdómaraRagnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lektorSigurður Jónsson lögmaðurSólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómaraSúsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknariÞórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaðurHöskuldur Þórhallsson lögmaður og Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður héraðsdómara drógu umsóknir sínar til baka. Dómstólar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ingi Tryggvason lögmaður sé hæfastur umsækjenda. Alls sóttu fimmtán um tvö embætti við dóminn, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Ingi er 58 ára og hefur rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu frá árinu 1999. Hann hefur verið formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2017 og hefur setið í úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána frá 2014. Þá var hann settur héraðsdómari við Héraðsdóms Vesturlands þegar hann starfaði sem fulltrúi þar. Ingi var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu í tíu ár og var jafn lengi í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þá telur dómefnd að Halldóra Þorsteinsdóttir lektor sé næst hæfust til þess að hljóta embættið. Halldóra er 36 ára og hefur starfað sem lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2017 ásamt því að sinna kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Þá hefur hún reynslu af lögmannsstörfum og starfaði einnig sem aðstoðarmaður í Hæstarétti. Samhliða núverandi störfum stundar Halldóra meistaranám í mannréttindum við Háskólann í Lundúnum og hefur ritað alls tólf fræðigreinar um lögfræði, þar af tíu ritrýndar. Eftirtalin sóttu um embættin Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingurAuður Björg Jónsdóttir lögmaðurGuðmundína Ragnarsdóttir lögmaðurHalldóra Þorsteinsdóttir lektorHerdís Hallmarsdóttir lögmaðurIngi Tryggvason lögmaðurIngólfur Vignir Guðmundsson lögmaðurÓlafur Egill Jónsson aðstoðarmaður héraðsdómaraRagnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lektorSigurður Jónsson lögmaðurSólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómaraSúsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknariÞórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaðurHöskuldur Þórhallsson lögmaður og Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður héraðsdómara drógu umsóknir sínar til baka.
Dómstólar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira