Nína leikur aftur í Rómeó og Júlíu en núna í nýju hlutverki Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2020 12:30 Nína Dögg mætir aftur til leiks í Rómeó og Júlíu og nú í nýju hlutverki. Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili. Leikhús Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili.
Leikhús Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira