Innlent

Sextugsafmæli sundhallar Selfoss fagnað með köku

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sundhöll Selfoss, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í dag
Sundhöll Selfoss, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í dag Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þetta verður frábær og skemmtilegur dagur enda ekki á hverjum degi sem sundlaug fagnar 60 ára afmæli. Í tilefni dagsins bjóðum við öllum landsmönnum að koma frítt í sund til okkar og þiggja afmælisköku og kaffi með því, ásamt því að njóta þess að vera með okkur í þessari frábæru laug“, segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður sundhallar Selfoss. 

Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður sundhallarinnarvísir/magnús hlynur hreiðarsson

Um 320 þúsund manns koma í sundlaugina á Selfossi árlega og þarf starfa 25 starfsmenn. 

Hátíðardagskrá vegna afmælisins hefst klukkan 16:00 en þá verður ávarpa frá fulltrúa bæjarstjórnar. 

Einnig munu Pétur Kristjánsson og Martein Sigurgeirsson synda heiðurssund í tilefni dagsins en þeir syntu vígslusundið í lauginni árið 1960. Karítas Harpa Davíðsdóttir og Alexander Freyr Olgeirsson munu svo spila og syngja vel valin lög fyrir sundlaugargesti.

Öllum gestum laugarinnar verður boðið upp á afmælisköku í dag í tilefni dagsins en frítt er í laugina í tilefni afmælisinsVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Um 320 þúsund gestir koma í sundlaugina á hverju ári.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×