Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 23. júlí 2020 18:09 Ólafur Helgi Kjartansson. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því, samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins í fréttum þess klukkan sex. Samkvæmt heimildum okkar er rétt að þau hafi rætt þessi mál en Ólafur Helgi vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum Lögreglustjórans á Suðurnesjum, undir stjórn Ólafs Helga, vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Hins vegar hafa fjórmenningarnir sem sagðir eru hafa unnið gegn Ólafi Helga, þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, vísað á bug þeim ásökunum. Sendu þau frá sér stutta yfirlýsingu um málið, sem fjallað var um í dag. „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Trúnaðarmaður innan lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir við fréttastofu að hann hafi farið með tvær kvartanir frá starfsmönnum í dómsmálaráðuneytið um miðjan maí sem snúa að framgöngu Ólafs Helga. Eftir það hafi loft orðið lævi blandið innan embættisins og kenningar komið fram um að reynt væri að koma lögreglustjóra frá. Heimildir fréttastofu herma að önnur kvörtunin lúti að viðkvæmum skjölum sem Ólafur Helgi hafi prentað út og legið frammi. Hin hafi verið vegna meintrar óviðurkvæmilegrar framkomu lögreglustjórans í garð konu sem kvartaði undan óviðeigandi talsmáta og framkomu hans. Enginn vildi veita viðtal vegna málsins í dag. Hvorki Ólafur Helgi né Alda Hrönn. Alda Hrönn er í veikindaleyfi sem og mannauðsstjóri embættisins og trúnaðarmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekkert í dómsmálaráðherra, aðstoðarmenn hans tvo né upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vildi ekki veita viðtal vegna málsins og tók fram að það heyrði ekki undir hana. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:43. Lögreglan Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því, samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins í fréttum þess klukkan sex. Samkvæmt heimildum okkar er rétt að þau hafi rætt þessi mál en Ólafur Helgi vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum Lögreglustjórans á Suðurnesjum, undir stjórn Ólafs Helga, vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Hins vegar hafa fjórmenningarnir sem sagðir eru hafa unnið gegn Ólafi Helga, þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, vísað á bug þeim ásökunum. Sendu þau frá sér stutta yfirlýsingu um málið, sem fjallað var um í dag. „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Trúnaðarmaður innan lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir við fréttastofu að hann hafi farið með tvær kvartanir frá starfsmönnum í dómsmálaráðuneytið um miðjan maí sem snúa að framgöngu Ólafs Helga. Eftir það hafi loft orðið lævi blandið innan embættisins og kenningar komið fram um að reynt væri að koma lögreglustjóra frá. Heimildir fréttastofu herma að önnur kvörtunin lúti að viðkvæmum skjölum sem Ólafur Helgi hafi prentað út og legið frammi. Hin hafi verið vegna meintrar óviðurkvæmilegrar framkomu lögreglustjórans í garð konu sem kvartaði undan óviðeigandi talsmáta og framkomu hans. Enginn vildi veita viðtal vegna málsins í dag. Hvorki Ólafur Helgi né Alda Hrönn. Alda Hrönn er í veikindaleyfi sem og mannauðsstjóri embættisins og trúnaðarmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekkert í dómsmálaráðherra, aðstoðarmenn hans tvo né upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vildi ekki veita viðtal vegna málsins og tók fram að það heyrði ekki undir hana. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:43.
„Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“
Lögreglan Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira