Innlent

Tveir hafa kvartað undan ein­elti hjá Lög­reglunni á Suður­nesjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir hafa kvartað til fagráðs lögreglu vegna eineltis innan Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Tveir hafa kvartað til fagráðs lögreglu vegna eineltis innan Lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Tveir starfsmenn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum hafa kvartað til fagráðs lögreglu vegna eineltis á vinnustað að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Málið er nú á borði dómsmálaráðuneytisins en starfsmennirnir leituðu til fagráðs lögreglunnar fyrir um mánuði síðan.

Þá kemur einnig fram að uppsögn fulltrúa hjá embættinu í fyrra hafi verið metin ólögmæt.

Samkvæmt heimildum RÚV kvörtuðu starfsmennirnir undan tveimur yfirmönnum sínum, annar þeirra sé Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embættinu. Hinn yfirmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en þau eru bæði í veikindaleyfi frá störfum sínum.

Þá á Alda Hrönn að hafa sagt upp starfsmanni á lögfræðisviði embættisins – sem hún stýrir. Ríkislögmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hafi verið ólögmæt og að ríkið hafi viðurkennt bótaskyldu vegna uppsagnarinnar að sögn lögmanns starfsmannsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×