Steinbergur fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhalds í „farsakenndu“ fjársvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:52 Steinbergur Finnbogason lögmaður sést til hægri á mynd. Hann gengur þar út úr dómsal ásamt skjólstæðingi í ótengdu máli. Vísir/Vilhelm Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans. Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans.
Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira