Steinbergur fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhalds í „farsakenndu“ fjársvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:52 Steinbergur Finnbogason lögmaður sést til hægri á mynd. Hann gengur þar út úr dómsal ásamt skjólstæðingi í ótengdu máli. Vísir/Vilhelm Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans. Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans.
Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira