Innlent

Mesta júlífrost á Þing­völlum í ára­tug

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mynd sem Einar birtir með færslunni. Blái liturinn er frávik loftmassahitans (þykkt 1000/500 hPa).
Mynd sem Einar birtir með færslunni. Blái liturinn er frávik loftmassahitans (þykkt 1000/500 hPa).

Hiti á Þingvöllum fór lægst í -1,5 gráður í nótt. Ekki hefur mælst meira frost á svæðinu í júlímánuði í rúman áratug, eða frá því í júlí árið 2009. Þetta kemur fram í færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á Facebook í dag.

Þar lýsir hann „kaldri nótt í snarpri útgeislun á Þingvöllum“. Lágmarkshitinn hafi verið -1,5 gráður líkt og áður segir. Hitinn hafi þannig fallið mjög, eða úr 10,1 stigi klukkan 22 og niður í 1,7 stig klukkan 1 eftir miðnætti. Þá frysti einnig á Kálfhóli á Skeiðum og ef til vill víðar. Búast má við fleiri frostanóttum á Þingvöllum á næstunni, að sögn Einars.

„Næstu 10 dagana er því spáð að landið verði meira og minna utan í kaldri skál,“ skrifar hann.

„N- og NA-áttir ríkjandi. Þær verða fleiri bjartar og svalar nætur sunnanlands og ekki loku fyrir það skotið nú þegar tekur að dimma um lágnættið að frostnæturnar s.s. á Þingvöllum verði fleiri.“



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.