Sjá fleiri atlögur að mannréttindum og lýðræði Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 10:39 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma. Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma.
Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17
Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02