Sjá fleiri atlögur að mannréttindum og lýðræði Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 10:39 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma. Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma.
Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17
Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02