Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Íslenska krónan hefur verið á fallbraut frá áramótum og hefur veikst um sautján prósent gagnvart evru. Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum frá því í kvöld og fram á laugardagsmorgun en annars verður leiðindaveður á öllu norðanverðu landinu fram á sunnudag rigningu og hvassviðri.

Í kvöldfréttum okkar förum við á Keflavíkurflugvöll þar sem hins vegar er farið að lifna aðeins yfir starfseminni en tvö þúsund og fimm hundruð manns komu þar í gegn til landsins í dag með sautján flugfélögum.

Þá greinum við frá því að mikil fjölgun hefur verið á heimilisofbeldismálum það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.