Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Íslenska krónan hefur verið á fallbraut frá áramótum og hefur veikst um sautján prósent gagnvart evru. Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum frá því í kvöld og fram á laugardagsmorgun en annars verður leiðindaveður á öllu norðanverðu landinu fram á sunnudag rigningu og hvassviðri.

Í kvöldfréttum okkar förum við á Keflavíkurflugvöll þar sem hins vegar er farið að lifna aðeins yfir starfseminni en tvö þúsund og fimm hundruð manns komu þar í gegn til landsins í dag með sautján flugfélögum.

Þá greinum við frá því að mikil fjölgun hefur verið á heimilisofbeldismálum það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×