Innlent

Veðurviðvörun fyrir Vestfirði orðin appelsínugul

Kjartan Kjartansson skrifar
Veðurstofan hefur hækkað viðvörun á Vestfjörðum í appelsínugula.
Veðurstofan hefur hækkað viðvörun á Vestfjörðum í appelsínugula. Veðurstofan

Varað er við mikilli rigningu og hættu á skriðuföllum í appelsínugulri viðvörun sem Veðurstofan hefur gefið út fyrir Vestfirði og gildir langt fram á annað kvöld. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út vegna hvassviðris og úrkomu fyrir landið vestan- og norðanvert.

Gert var ráð fyrir versta veðrinu á Vestfjörðum í allhvassri norðaustanátt í dag og á morgun. Nú síðdegis uppfærði Veðurstofan gula viðvörun í appelsínugula fyrir Vestfirði. Hún gildir frá klukkan 16:30 í dag til miðnættis annað kvöld.

Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og að vöð getið orðið varhugarverð og jafnvel ófær. Þá er varað við hættu á skriðum og grjóthruni. Rigning er einnig talin munu auka álag á fráveitukerfi og fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Einnig er varað við vatnavöxtum og skriðuföllum í veðrinu á Ströndum, Skaga og Tröllaskaga.

Spáð er mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár.

Gular viðvaranir vegna veðurs nú síðdegis og í kvöld eru í gildi fyrir Vestfirði, Breiðafjörð, Strandir, Norðurland vestra og eystra og ná þær fram á laugardag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×