Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2020 20:00 Kristófer Oliversson er formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. EINAR ÁRNASON Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17
Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02