Rúrik: Borga sér arð þegar vel gengur, en taka af starfsfólki þegar illa gengur Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júlí 2020 11:30 Rúrik hefur staðið í ströngu síðastliðna mánuði og lært margt og mikið. Mynd/instagram-síða Rúriks. Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira