Lífið

Björn Ingi jafnar met Víðis

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Samkvæmt eigin útreikningum getur Björn Ingi slegið fundamet Víðis á fimmtudag.
Samkvæmt eigin útreikningum getur Björn Ingi slegið fundamet Víðis á fimmtudag. Vísir/Vilhelm

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, telur sig vera búinn að sitja jafn marga upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknisembættisins um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Alls hafa verið haldnir 85 slíkir fundir, en Björn Ingi hefur setið 81 þeirra. Síðast sat hann slíkan fund fyrr í dag.

„Held ég sé búinn að jafna Víði og tek framúr honum á fimmtudag. Enginn hefur þá verið viðstaddur fleiri fundi,“ skrifar Björn Ingi. Víðir er nú í viku fríi áður en hann snýr aftur til starfa hjá Almannavörnum og verður því ekki á næsta fundi, sem fer fram á fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.