„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Telma Tómasson skrifar 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri ÖSE. Vísir/getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi. Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi.
Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira