53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. júlí 2020 13:09 Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada á næstunni. Vísir/Vilhelm Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira