Innlent

Þrír menn óskuðu eftir að­stoð björgunar­sveita þegar bátur þeirra varð vélar­vana

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Smábátur í vandræðum í Kópavogi.
Smábátur í vandræðum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Aðstoða þurfti þrjá til hafnar eftir erfiðleika við að koma mótor skemmtibáts þeirra í gang. Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveitin Ársæll svöruðu kalli eftir aðstoð við Löngusker sem barst klukkan korter í ellefu og eru nú á leið í land með bátinn í eftirdragi.

Þrír voru um borð í bátnum en að sögn Landhelgisgæslunnar var engin hætta sem slík á ferðum en bátsmenn hafi þurft á aðstoð að halda til að komast í höfn.

Annars vegar fór bátur frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og hins vegar bátur frá Björgunarsveitinni Ársæl í Reykjavík frá Seltjarnarnesi til aðstoðar mönnunum. Bátur Björgunarsveitarinnar Ársæls er nú með bátinn í eftirdrætti á leið í höfn í Kópavogi ásamt björgunarsveitarbátnum Sædísi frá Kópavogi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.