Fótbolti

Sol­skjær er búinn að senda stjóranum hans Ragnars skila­boð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný.
Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný. vísir/getty

Vinni Ragnar Sigurðsson og félagar í FCK einvígið gegn Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar bíður þeirra væntanlega viðureign gegn Manchester United.

Liðin drógust saman er dregið var í vikunni en síðari leikina á eftir að spila í 16-liða úrslitunum. United er 5-0 yfir gegn LASK en FCK.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, er frá Noregi eins og þjálfari Ragnars hjá FCK, Ståle Solbakken, og þeir hafa talað saman í aðdraganda leiksins.

„Hann hefur sent mér skilaboð því hann heldur að við séum einnig 5-0 yfir eftir fyrsta leikinn,“ sagði Solbakken eftir markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í Bröndby í gær.

„Hann má gjarnan kíkja á úrslitin frá fyrri leiknum en ég eyði ekki tímanum mínum í þetta. Við erum á leið í þrjá stríðsleiki áður en það kemur að þessum leikjum.“

FCK er í harðri baráttu um 2. sætið í Danmörku við annað Íslendingalið, AGF, en liðin mætast á sunnudaginn. Tveimur stigum munar á liðunum er þrjár umferðir eru eftir.

Síðari leikur FCK og tyrkneska liðsins fer fram 5. ágúst en Ragnar og félagar reyna að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum í Tyrklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.