Fótbolti

Sol­skjær er búinn að senda stjóranum hans Ragnars skila­boð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný.
Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný. vísir/getty

Vinni Ragnar Sigurðsson og félagar í FCK einvígið gegn Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar bíður þeirra væntanlega viðureign gegn Manchester United.

Liðin drógust saman er dregið var í vikunni en síðari leikina á eftir að spila í 16-liða úrslitunum. United er 5-0 yfir gegn LASK en FCK.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, er frá Noregi eins og þjálfari Ragnars hjá FCK, Ståle Solbakken, og þeir hafa talað saman í aðdraganda leiksins.

„Hann hefur sent mér skilaboð því hann heldur að við séum einnig 5-0 yfir eftir fyrsta leikinn,“ sagði Solbakken eftir markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í Bröndby í gær.

„Hann má gjarnan kíkja á úrslitin frá fyrri leiknum en ég eyði ekki tímanum mínum í þetta. Við erum á leið í þrjá stríðsleiki áður en það kemur að þessum leikjum.“

FCK er í harðri baráttu um 2. sætið í Danmörku við annað Íslendingalið, AGF, en liðin mætast á sunnudaginn. Tveimur stigum munar á liðunum er þrjár umferðir eru eftir.

Síðari leikur FCK og tyrkneska liðsins fer fram 5. ágúst en Ragnar og félagar reyna að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×