Innlent

Handtekinn grunaður um fjölda brota

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í nótt afskipti af hátt í tug ökumanna sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Lögreglan hafði í nótt afskipti af hátt í tug ökumanna sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann grunaðan um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, nytjastuld bifreiðar, vörslu fíkniefna, innbrot og þjófnað í Fossvoginum rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þá hafði lögregla afskipti af hátt í tug ökumanna sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Upplýsingar um önnur mál var ekki að finna í dagbók lögreglunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.