Lífið

Viður­kenndi ástar­sam­band við annan mann í sjón­varps­sal

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Will Smith og Jada Pinkett Smith.
Will Smith og Jada Pinkett Smith. Vísir/getty

Bandaríska leikkonan Jada Pinkett Smith greindi frá því í spjallþætti sínum í gær að hún hafi átt í ástarsambandi við söngvarann August Alsina. Jada ræddi málið í þaula við eiginmann sinn, leikarann Will Smith, í sjónvarpssal.

Smith-hjónin hafa verið gift í rúma tvo áratugi og eiga tvö börn saman. Alsina sagði frá því í viðtali í vikunni að hann og Jada hefðu átt í sambandi og að Will hefði „lagt blessun sína“ yfir það. Smith-hjónin fóru í kjölfarið ítarlega yfir fullyrðingar Alsina í þættinum Red Table Talk, vinsælum spjallþætti sem Jada stýrir á Facebook.

Hjónin sögðu þar frá því að þau hefðu slitið samvistum á tímabili. Jada viðurkenndi að á þeim tíma hafi þau Alsina vissulega „ruglað saman reitum“. „Ruglað saman reitum?“ spurði Will þá og sagði að um ástarsamband hefði verið að ræða.

Jada svaraði því þá til að hún hefði verið niðurbrotin eftir sambandsslit þeirra Wills þegar hún leitaði á náðir Alsina. Þá virðist langt síðan samband þeirra stóð yfir en Jada sagðist ekki hafa talað við hann svo árum skipti.

Umræddan þátt Red Table Talk má sjá í heild hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.