Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júlí 2020 14:00 Nærri öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað komu sína. Vísir/Egill Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“ Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20
Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06