Innlent

Ósáttur við afgreiðslu og sló starfsmann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglubíll á Hverfisgötu
Lögreglubíll á Hverfisgötu Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í verslun í miðbæ Reykjavíkur klukkan 19:45 í gærkvöldi. Viðskiptavinur var ósáttur við afgreiðslu, sló afgreiðslumanninn og skemmdi borð í versluninni. Viðkomandi var farinn af vettvangi er lögreglu bar að garði, en lögregla veit þó hvern um er að ræða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ofurölvi unglingspiltum, í Mosfellsbæ klukkan 22:40. Þeir reyndust aðeins 16 ára gamlir, og voru að sögn lögreglu í mjög slæmu ástandi. Þeir voru að endingu sóttir af foreldrum.

Þá hafði lögregla afskipti af manni í Árbæ um klukkan hálf eitt í nótt. Sá var að stunda veggjakrot án leyfis veggjareiganda. Bakpoki með spreybrúsum og verkfærum til verksins var gerður upptækur og manninum tilkynnt að hann yrði kærður fyrir eignaspjöll.

Þá var talsvert um skráð atvik í gær og í nótt þar sem grunur lék á akstri undir áhrifum fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×