Halldór Blöndal minnist forsætisráðherrahjónanna: „Þau voru yndisleg hjónin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 20:27 Halldór Blöndal við minningarathöfnina á Þingvöllum í dag. Vísir „Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“ Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
„Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“
Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30