Halldór Blöndal minnist forsætisráðherrahjónanna: „Þau voru yndisleg hjónin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 20:27 Halldór Blöndal við minningarathöfnina á Þingvöllum í dag. Vísir „Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“ Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
„Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“
Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels