Halldór Blöndal minnist forsætisráðherrahjónanna: „Þau voru yndisleg hjónin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 20:27 Halldór Blöndal við minningarathöfnina á Þingvöllum í dag. Vísir „Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“ Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
„Þetta var óskaplega mikið áfall og það er áreiðanlega rétt að það var þjóðarsorg. Bjarni hafði náð þeirri merkilegu stöðu að um hann var friður, menn treystu honum, hvaða flokki sem þeir voru í og litu á hann sem sterkan leiðtoga og fulltrúa okkar,“ sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis en hann var viðstaddur minningarathöfn sem fór fram á Þingvöllum í dag til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum. „Mönnum þótti vænt um hann og þau hjónin,“ sagði Halldór en þegar harmleikurinn varð var Halldór þrjátíu og tveggja ára gamall. „Við hjónin bjuggum þá í Reykjavík. Við vorum kennarar við Gagnfræðiskóla Austurbæjar og þetta var auðvitað mjög mikið áfall.“ Forsætisráðherrahjónin ásamt dóttursyni þeirra höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn svokallaði brann til grunna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti ávarp til minningar hjónanna og barnabarns þeirra sem létust í brunanum. Bjarni Benediktsson eldri var afabróðir Bjarna yngri.Vísir/Berghildur „Okkur brá auðvitað mjög mikið eins og öllum,“ sagði Halldór. „Þetta var einhver ógnvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna sem maður kom. Fólk var almennt slegið og sorgmætt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í raun og veru.“ Hann segir Bjarna hafa skilið eftir ríka arfleifð sem hafi kennt okkur Íslendingum margt. „Arfleifðin er náttúrulega þetta þjóðfélag sem við búum í og honum tókst að leiða Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir til vitundar um það að við eigum að standa sjálfstætt, hafa þrek og kjark til þess. Og hann lagði upp úr því að við skyldum að við gætum ekki einangrað okkur frá öðrum þjóðum.“ Halldór segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þeim hjónum þegar hann var lítill drengur. Þau hafi verið mjög gestrisinn og minnist hann þess sérstaklega að hafa alltaf fengið Coca-Cola hjá frú Sigríði. „Ég þekkti hann já, já, þegar ég var lítill drengur. Þau voru yndisleg hjónin og við Benedikt Sveinsson frændi minn, okkur þótti voðalega gott að fara heim til Sigríðar því þar fengum við Coca-Cola annars fengum við bara Spur hjá pabba og mömmu. Það var mjög gott að koma þangað og ég fór þangað á bolludaginn og fékk bollur og kók og svona. Þau voru mjög sérstök, þau voru gestrisin og mikið fjölskyldufólk.“
Tengdar fréttir „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18 Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10. júlí 2020 19:18
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30