Gjaldkerinn í ársfangelsi fyrir milljónafjárdrátt sem varð að „spennu og fíkn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 12:05 Björgunamiðstöðin á Selfossi, þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa. Vísir/vilhelm Fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í ársfangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem gjaldkeri árin 2010 til 2017. Gjaldkerinn sagði fyrir dómi að enginn hefði fylgst með honum og fjárdrátturinn hefði fljótlega orðið að „spennu og fíkn“ en hann hefur þegar endurgreitt stærstan hluta fjársins. Félagið borgaði brúsann hjá Byko, Olís og Húsasmiðjunni Manninum, sem vikið var úr starfi gjaldkera björgunarfélagsins árið 2017 eftir að málið komst upp, var gefið að sök að hafa dregið sér samtals um 14,8 milljónir króna af fjármunum félagsins á árunum 2010 til og með 2017. Í ákæru eru rakin alls 177 tilvik þar sem gjaldkerinn var sakaður um að hafa tekið út og millifært fé af bankareikningi félagsins, ýmist inn á reikning sinn eða reikning annars einstaklings honum tengdum. Þá var hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013 til og með 2016 með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins. Hann hafi notað kreditkort félagsins og viðskiptareikninga til kaupa á vörum og þjónustu til eigin nota fyrir um 1,2 milljónir króna. Umræddar færslur lúta m.a. að viðskiptum hans við Byko, Olís, Húsasmiðjuna Toyota-umboðið á Selfossi, sjálfsala frá Ölgerðinni, áskrift að 365-miðlum og Bílasölu Suðurlands. Einnig var hann ákærður fyrir hafa notað sjálfur, eða heimilað öðrum að nota, eldsneytiskort björgunarfélagsins hjá N1 til að kaupa eldsneyti í eigin þágu eða annarra á árunum 2010 til 2017. Samtals námu viðskiptin um 1,8 milljónum króna. Hann var auk þess ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað ávinningi að fjárhæð 17,7 milljónir króna. Enginn fylgdist með Gjaldkerinn neitaði sök en játaði þó marga ákæruliði við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í lok maí síðastliðnum. Hann lýsti því að hafa byrjað að draga sér fé um árið 2010 og það hafi enginn fylgst með og þetta hafi orðið spenna og fíkn. Að öðru leyti hafði hann ekki sérstaka skýringu á því að hafa dregið sér fé. Líkt og áður segir játaði gjaldkerinn sök í fjölmörgum ákæruliðum en þó ekki alla. Þá játaði hann sök í einum ákærulið að hluta en þar kannaðist hann ekki við nótu frá IKEA að fjárhæð 10.150 krónur. Hann hafði þó ekki skýringar á þeirri nótu. Gjaldkerinn gekkst m.a. við því að hafa látið líta svo út að kostnaður vegna bíla í hans eigu hafi verið vegna bíla og tækja björgunarfélagsins. Þá kvaðst hann ekki muna eftir mörgum tilvikum sem getið var í ákæru eða hafði ekki skýringar á þeim. Náðist á upptöku á N1 Þá lýsti vitni, sem áður var formaður félagsins, því að málið hefði komist upp af tilviljun árið 2017. Þá hefðu félagsmenn verið að skoða póst og séð kortafærslu á greiðslukortareikningi á Akureyri, sem gat ekki passað. Þeir fóru með málið til lögreglu sem náði í upptökur úr öryggismyndavélum N1 á Selfossi, þar sem gjaldkerinn sást kaupa ólitaða olíu á bíl sinn með korti björgunarfélagsins. Gjaldkerinn var að endingu sakfelldur fyrir bróðurpart þeirra ákæruliða sem honum voru gefnir að sök. Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar að brotin voru skipulögð og stóðu yfir um margra ára skeið. Þá sé óhjákvæmilegt að líta til þess að gjaldkerinn brást trúnaði í því starfi sem honum hafði verið falið hjá félaginu, sem gegni samfélagslega mikilvægu hlutverki og sé rekið í sjálfboðaliðastarfi. Á hinn bóginn beri að líta til þess að hann hafi náð sáttum við félagið, bætt fyrir brot sín og félagið ekki gert neinar kröfur í málinu. Gjaldkerinn var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilborðsbundna. Þá var gjaldkeranum gert að greiða allan sakarkostnað, þar af laun verjanda síns og aksturskostnað; alls rétt tæpar fjórar milljónir króna. Dómsmál Árborg Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í ársfangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem gjaldkeri árin 2010 til 2017. Gjaldkerinn sagði fyrir dómi að enginn hefði fylgst með honum og fjárdrátturinn hefði fljótlega orðið að „spennu og fíkn“ en hann hefur þegar endurgreitt stærstan hluta fjársins. Félagið borgaði brúsann hjá Byko, Olís og Húsasmiðjunni Manninum, sem vikið var úr starfi gjaldkera björgunarfélagsins árið 2017 eftir að málið komst upp, var gefið að sök að hafa dregið sér samtals um 14,8 milljónir króna af fjármunum félagsins á árunum 2010 til og með 2017. Í ákæru eru rakin alls 177 tilvik þar sem gjaldkerinn var sakaður um að hafa tekið út og millifært fé af bankareikningi félagsins, ýmist inn á reikning sinn eða reikning annars einstaklings honum tengdum. Þá var hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013 til og með 2016 með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins. Hann hafi notað kreditkort félagsins og viðskiptareikninga til kaupa á vörum og þjónustu til eigin nota fyrir um 1,2 milljónir króna. Umræddar færslur lúta m.a. að viðskiptum hans við Byko, Olís, Húsasmiðjuna Toyota-umboðið á Selfossi, sjálfsala frá Ölgerðinni, áskrift að 365-miðlum og Bílasölu Suðurlands. Einnig var hann ákærður fyrir hafa notað sjálfur, eða heimilað öðrum að nota, eldsneytiskort björgunarfélagsins hjá N1 til að kaupa eldsneyti í eigin þágu eða annarra á árunum 2010 til 2017. Samtals námu viðskiptin um 1,8 milljónum króna. Hann var auk þess ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað ávinningi að fjárhæð 17,7 milljónir króna. Enginn fylgdist með Gjaldkerinn neitaði sök en játaði þó marga ákæruliði við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í lok maí síðastliðnum. Hann lýsti því að hafa byrjað að draga sér fé um árið 2010 og það hafi enginn fylgst með og þetta hafi orðið spenna og fíkn. Að öðru leyti hafði hann ekki sérstaka skýringu á því að hafa dregið sér fé. Líkt og áður segir játaði gjaldkerinn sök í fjölmörgum ákæruliðum en þó ekki alla. Þá játaði hann sök í einum ákærulið að hluta en þar kannaðist hann ekki við nótu frá IKEA að fjárhæð 10.150 krónur. Hann hafði þó ekki skýringar á þeirri nótu. Gjaldkerinn gekkst m.a. við því að hafa látið líta svo út að kostnaður vegna bíla í hans eigu hafi verið vegna bíla og tækja björgunarfélagsins. Þá kvaðst hann ekki muna eftir mörgum tilvikum sem getið var í ákæru eða hafði ekki skýringar á þeim. Náðist á upptöku á N1 Þá lýsti vitni, sem áður var formaður félagsins, því að málið hefði komist upp af tilviljun árið 2017. Þá hefðu félagsmenn verið að skoða póst og séð kortafærslu á greiðslukortareikningi á Akureyri, sem gat ekki passað. Þeir fóru með málið til lögreglu sem náði í upptökur úr öryggismyndavélum N1 á Selfossi, þar sem gjaldkerinn sást kaupa ólitaða olíu á bíl sinn með korti björgunarfélagsins. Gjaldkerinn var að endingu sakfelldur fyrir bróðurpart þeirra ákæruliða sem honum voru gefnir að sök. Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar að brotin voru skipulögð og stóðu yfir um margra ára skeið. Þá sé óhjákvæmilegt að líta til þess að gjaldkerinn brást trúnaði í því starfi sem honum hafði verið falið hjá félaginu, sem gegni samfélagslega mikilvægu hlutverki og sé rekið í sjálfboðaliðastarfi. Á hinn bóginn beri að líta til þess að hann hafi náð sáttum við félagið, bætt fyrir brot sín og félagið ekki gert neinar kröfur í málinu. Gjaldkerinn var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilborðsbundna. Þá var gjaldkeranum gert að greiða allan sakarkostnað, þar af laun verjanda síns og aksturskostnað; alls rétt tæpar fjórar milljónir króna.
Dómsmál Árborg Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent