Lífið

Einn þekktasti geimfari heims fer yfir frægar geimfaramyndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hadfield þekkir geiminn vel og getur því farið ítarlega yfir það hvort fræg atriði í kvikmyndasögunni geti í raun og veru átt sér stað.
Hadfield þekkir geiminn vel og getur því farið ítarlega yfir það hvort fræg atriði í kvikmyndasögunni geti í raun og veru átt sér stað.

Geimfarinn vinsæli, Chris Hadfield, er margreyndur í sínu fagi og fór hann á dögunum yfir þekktar geimfaramyndir á YouTube-síðu Vanity Fair og útskýrir fyrir áhorfendum hvort atriði í slíkum myndum geti í raun og veru átt sér stað.

Hadfield hefur nokkrum sinnum farið út í geim og þekkir þær aðstæður mjög vel. Hann fer yfir kvikmyndir á borð við Gravity, Passengers, Armageddon, The Martian, Interstellar, First Man, Hidden Figures, Ad Astra, 2001: A Space Odyssey, Sunshine og WALL-E.

Hér að neðan má sjá umfjöllun Hadfield um nokkur atriði í umræddum kvikmyndum og hvort þau atriði eigi við rök að styðjast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.