Lífið

Orlando Bloom leit við í sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunter og Bloom flottir saman.
Gunter og Bloom flottir saman. mynd/twitter

Sendiherra Bandaríkjanna hér á landi Jeffrey Ross Gunter fékk skemmtilega heimsókn í sendiráðið við Laufásveg 21.

Þá leit stórleikarinn Orlando Bloom við en hann var hér á landi á dögunum. Gunter birtir mynd af þeim félögum saman.

„Það var gaman að fá að eyða smá tíma með hinum hæfileikaríka Orlando Bloom í sendiráðinu. Hollywood bransinn nær hér að sameina tvo góða vini eins og Bandaríkin og Íslendinga. Takk fyrir innlitið Orlando,“ segir Gunter í færslu á Twitter og birtir mynd með.

Orlando Bloom er heimsþekktur leikari sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sín í Lord of the Rings, Pirates of the Caribbean, Kingdom of Heaven, Troy og fleiri stórmyndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.