Lífið

Orlando Bloom leit við í sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunter og Bloom flottir saman.
Gunter og Bloom flottir saman. mynd/twitter

Sendiherra Bandaríkjanna hér á landi Jeffrey Ross Gunter fékk skemmtilega heimsókn í sendiráðið við Laufásveg 21.

Þá leit stórleikarinn Orlando Bloom við en hann var hér á landi á dögunum. Gunter birtir mynd af þeim félögum saman.

„Það var gaman að fá að eyða smá tíma með hinum hæfileikaríka Orlando Bloom í sendiráðinu. Hollywood bransinn nær hér að sameina tvo góða vini eins og Bandaríkin og Íslendinga. Takk fyrir innlitið Orlando,“ segir Gunter í færslu á Twitter og birtir mynd með.

Orlando Bloom er heimsþekktur leikari sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sín í Lord of the Rings, Pirates of the Caribbean, Kingdom of Heaven, Troy og fleiri stórmyndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.