Lífið

Dömuleður­jakkinn féll í grýttan jarð­veg hjá vinum Sóla Hólm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli Hólm fór mikinn í þættinum.
Sóli Hólm fór mikinn í þættinum.

Grínarinn Sólmundur Hólm Sólmundarson var gestur Ásgeirs Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu á dögunum og fór hann þar yfir sínar uppáhalds kvikmyndir.

Sólmundur var dyravörður í Regnboganum á sínum tíma og lýsir hann starfinu ágætlega. Sóli segist vera með þannig kvikmyndasmekk að kvikmyndir sem hann horfir á þurfa að geta gerst.

Því horfir hann lítið á myndir sem eru yfirnáttúrulegar. Samt sem áður er The Terminator 2: Judgment Day ein af hans uppáhalds kvikmyndum.

Hann var svo hrifinn að hann eignaðist leðurjakka á sínum tíma til að líkjast Arnold Schwarzenegger. Hann mætti eitt sinn í bíóferð með vinum í leðurjakkanum og fékk misjafnar undirtektir frá vinum sínum. Því varð Sóli í raun að leggja jakkanum.

Hér að neðan má sjá yfirferð Sóla Hólm um hans uppáhalds kvikmyndir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.