Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 20:19 Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. visir/vilhelm „Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna. Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna.
Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira