Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 20:00 Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún á 108 ára afmæli í dag. Vísir/Baldur Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“ Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“
Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira