Innlent

Loka fangelsinu á Akureyri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/vilhelm

Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu, þar sem segir að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála.

Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 

Í tilkynningu segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi.  Þá verði ávinningurinn af lokun fangelsisins margþættur; boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afplánunarrýmum verði betri. 

Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og hefur Fangelsismálastofnun lýst því yfir að þeim verði boðið starf í fangelsum ríkisins. „Loks má benda á að um 75% þeirra sem afplána refsivist í fangelsinu á Akureyri eru af stórhöfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.