Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 19:31 Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður. Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður.
Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira