Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 19:31 Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður. Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður.
Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira